Keppendur þáttarins eru: mæðgurnar Rakel Þorbergsdóttir og Elsa Santos og feðgarnir Heiðar Örn Sigurfinnsson og Hákon Árni Heiðarsson.
Hér keppa fréttastjóri og varafréttastjóri RÚV með börnum sínum og óhætt að segja að keppnisskapið sé meira í öðru líðinu (Rakel og Elsa) en er það nóg til sigurs?
Gríðarlega skemmtileg keppni í dag.
Kveikið á kuðungi og keppið með okkur í hlustun.
Umsjón: Sigyn Blöndal
Framleiðsla og spurningahöfundar: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson
Hugmynd og höfundur leiks: Sindri Bergmann
Leikarar: Hera Ólafsdóttir, Karl Pálsson og Rúnar Freyr Gíslason
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson