Ungur maður að nafni Bassi Maraj skapaði mikla ólgu á netheimum um helgina, eftir að hafa svarað tísti frá fjármálaráðherra Íslands fullum hálsi. Stjórnmálafræði prófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson blandaði sér í málin en uppskar einnig væna - ef glettnislega - pillu úr ranni Bassa.
Bassi þessi á vinsælt lag um þessar mundir, nefnt eftir honum sjálfum, en hann er þó best þekktur úr raunveruleikaþáttunum Æði, þar sem áhrifavaldarnir Binni Glee, Patrekur Jaimie (Hæme) og auðvitað Bassi eiga sviðið. Við fáum leikstjóra þáttanna, Jóhann Kristófer Stefánsson, til að kryfja atburði helgarinnar.
Við rifjum upp snilldina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson, víkingamynd sem sækir jafnt í íslenskan sagnaarf sem ítalskra spagettívestra og japanskra samúræjamyndir. Við heyrum um ástæður þess að nánast hver einasti skandinavi þekkir þessa línu úr myndinni.
Og Gígja Sara Björnsson heldur áfram að kynna sér sviðslistir í samkomubanni. Fyrir tveimur vikum ræddi hún við Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóra Tjarnarbíós, en nú sest hún niður með Hallfríði Þóru Tryggvadótttur, listrænum stjórnanda, amerísk-skandinavíska sviðslistahópnum í New York sem hefur þurft að fara nýjar leiðir til að kynna sviðslistir norðurlanda í heimsfaraldri.