Erlingur Óttar Thoroddsen, kvikmyndagerðarmaður og handritshöfundur hefur lengi gengið með mynd í maganum sem byggir að hluta til á sögunni af rottufangaranum í Hamel og nú er hún að verða að veruleika, frá því greinir Hollywood Reporter. Heimsfaraldur settu samninga úr skorðum í fyrstu en þegar upp var staðið gat hann valið úr samstarfsaðilum.
Við ræðum við svo Jón B.K. Ransú myndlistarmann um bók hans Hreinn hryllingur, bók sem kom út fyrir þar síðustu jól en hvarf algjörlega í bókaflóðinu þá. Við gröfum upp þessa athyglisverðu bók og ræðum við Ransú um hrylling í kvikmyndum og myndlist, spyrjum hann meðal annars hvað það er sem laðar okkur að hinu hræðilega.
Una Björk Kjerúlf er hins vegar fyrst á mælendaskrá, og hún er með hugan við nýliðinn öskudag, menningarnám og próf á lesskilningi íslenskra ungmenna.