Eðli sköpunar, frumleiki og höfundarverk í listum. Þessir þættir og áhrif þeirra á skapandi gervigreind verða til rannsóknar í verkefni Þórhalls Magnússonar prófessors, sem hlaut styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu í vikunni, upp á rúmar 300 milljónir íslenskra króna. Við tökum Þórhall tali og forvitnumst um snjallhljóðfærin sem hann hyggst skapa. Við fáum okkur kaffi með tattúlistamanninum Joav Devi og heyrum af hverju hann sagði skilið við starf sem sitt sem lögfræðingur í Mexíkóborg og endaði sem húðflúrari á Íslandi. Ljóðlist er miðpunktur menningar Úígúra, en í því sem þeir berjast fyrir tilvist sinni við ofurefli Kína, óttast brottfluttir Úígúrar að þessi hluti þjóðarsálarinnar hafi þegar verið mölvaður. Við ræðum ljóð fyrir þjóð og menningu í útrýmingarhættu við Svanhildi Óskarsdóttur prófessor við Árnastofnun. Þá kíkjum við í kaffi til ljósmyndarans, söngkonunnar og sagnfræðinemans Nínu Richter, hún mælir með hlaðvarpsþáttum sem hún hefur verið að hlusta á undanfarnar vikur. Meðal annars athyglisverðri ráðgátu frá BBC. En eins og aðra þætti í jólamánuðinum byrjum við á jólalagatalinu, jóladagatali Lestarinnar, Ívar Pétur Kjartansson, tónlistarmaður og plötusnúður, velur eitt lítið þekkt en athyglisvert jólalag í hverjum Lestarþætti desember.