Fyrsta sólóplata tónlistarkonunnar Sunna Margrétar, sem áður söng með hljómsveitinni Bloodgroup, kom út á dögunum. Stuttskífan Art of History inniheldur tilraunakennt rafpopp sem hefur strax vakið nokkra athygli, hlaut meðal annars Kraumsverðlaunin í desember áður en hún var komin út opinberlega.
Auðmagn og hugmyndafræði, Capital et idéologie, nefnist ný bók franska hagfræðingsins Thomas Picketty, en hann varð alþjóðlega stjarna í heimi fræðanna árið 2013 eftir að hann gaf út stórvirkið Auðmagnið á 21. öldinni. Við heyrum um nýjstu bók Picketty í Lestinni í dag.
Áður en árið var úti bárust mikilvægar fréttir úr heimi fræga fólksins: Brad Pitt og Jennifer Aniston elska hvort annað aftur. Hvað það þýðir nákvæmlega skiptir kannski ekki öllu máli. Aðdáendur þeirra grafa gömlu Brennifer bolina upp úr skápum og skúffum á meðan stuðningsmenn Brangelinu gráta söltum tárum. Í dag ferðast Lestin aftur í tímann, rifjar upp skilnaðinn sem skók Hollywood og skoðar ást okkar á frægum pörum.