Í sameiginlegum þætti Lestarinnar og Víðsjá í árslok förum við yfir menningarneysluna á árinu með góðum gestum. Þetta er árið sem samkomutakmörkunum var aflétt, styttum var stolið, drottningin dó og mathallir opnuðu. Þau Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Unnsteinn Manuel Stefánsson, listamaður, Greipur Gíslason, ráðgjafi og Arndís Þórarinsdóttir, rithöfundur ræða hápunkta ársins og menningarumræðuna, velta fyrir sér spurningum um hvað einkenndi árið sem er að líða.