Í dag fimmtudaginn 3. nóvember hefst tónlistarhátíðin Iceland Airwaves sem snýr nú aftur eftir tveggja ára covid-hlé. Sex tónleikastaðir og eitthvað í kringum 80 hljómsveitir koma fram, auk fjölda hliðarviðburða - það sem er kallað off-venue.
Við sendum þáttinn út beint frá Airwaves-miðstöðinni í Kolaportinu. Við heyrum meðal annars í tónlistarkonunum Sóleyju Stefánsdóttur og Kolbrúnu Óskarsdóttur, sem kallar sig Kusk. Við ræðum við Eldar Ástráðsson og Þorbjörgu Roach Gunnarsdóttur fastagesti, og tökum púlsinn á Sindra Ástmarssyni, bókunar- og dagskrástjóra hátíðarinnar.