Skáldsagan I love dick eftir nýsjálenska rithöfundinn Chris Kraus kom út fyrir 25 árum og er skrifuð að stærstum hluta í formi bréfa - öll stíluð á sama manninn, Dick. Sögumaður bókarinnar Chris Kraus verður ástfangin af prófessornum Dick - sem hún þekkir varla. Ásamt eiginmanni sínum að skrifa ástarbréf til hans. Þetta er skáldsaga um þrá, ást, samskipti konur og karla, gagnkynhneigð, jaðarsetningu og list, völd og höfnun, þráhyggju og útrás. Bókin er umdeild enda er hún byggð á raunverulegu fólki og raunverulegum aðstæðum. Í Lestinni í dag hringjum við til Los Angeles og ræðum við uppáhalds rithöfund Lóu, Chris Kraus, um feminisma, ástina og Dick.
Og í seinni hluta þáttar heldur Viktoría Blöndal áfram að fjalla um fótboltaást í samtímanum. Að þessu sinni pælir hún í Fantasy-fótbolta.