Þorleifur Örn villist þegar hann heimsækir ný leikhús. Það er vegna þess að þau eru hönnuð í kringum tóm. Þorleifur Örn Arnarsson er einn reynslumesti leikstjóri landsins. Hann hefur leikstýrt víða um Evrópu, aðallega Þýskalandi, verið yfirmaður leikhúsmála hjá Volksbühne í Berlín, og svo sett upp fjölda sýninga á Íslandi, Njálu, Íslandsklukkuna og Engla Alheimsins svo fátt eitt sé nefnt. Við ræðum við hann um leikhúsið og spyrjum í lokin, hvers vegna ætti ungt fólk að stefna á leikstjórn í dag?
Súkkulaðistrákarnir í strákahljómsveitinni IceGuys hafa gert þrjár sjónvarpsþáttaseríur sem sýndar eru á Sjónvarpi Símans. Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi, fellir dóm um þá þriðju og nýjustu.