Í Lest dagsins ætlum við að fjalla um mál málanna, tungumálið sjálft, íslenskuna. Miklar umræður hafa verið um stöðu og framtíð íslenskunnar undanfarnar vikur. Það eru ekki bara slanguryrði unglinga, matseðlar lagaðir að túristum og haframjólkurauglýsingar á ensku sem hafa verið til umræðu, heldur ekki síður aðstaða fólks til að læra málið. Innflytjendur eru tvöfalt hærra hlutfall af íbúum landsins en fyrir áratug, en í byrjun síðasta árs voru þeir rúmlega 57 þúsund, eða 15,5 prósent - og mun þetta hlutfalla að öllum líkindum halda áfram að aukast.
Þátturinn í dag verður tekinn undir umræður um íslensku á tímum fjölmenningar. Þrír gestir setjast í hljóðver númer 9 í Efstaleiti: Jelena Ciric, tónlistarkona og blaðamaður Iceland Review, Jón Símon Markússon, aðjúnkt við íslensku og menningardeild háskóla íslands, og Aleksandra Kozimala, starfsmaður skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þar sem hún vinnur að málefnum fjölmenningar og tungumála.