Tónlistarmaðurinn Birnir gaf út sína aðra breiðskífu Bushido fyrir þremur vikum. Platan vakti mikla athygli og lög af henni sitja enn ofarlega á listum yfir mest streymdu lög á Íslandi. ÍDavíð Roach Gunnarsson tónlistargagnrýnandi er einn þeirra sem hefur verið að hlusta og flytur okkur pistil um plötuna í Lest dagsins.
hljómsveitin Inspector Spacetime heimsækir okkkur undir lok þáttar. Tríóið byrjaði að gera sína skankaskekjandi dans-og-bánstónlist í fyrsta covid-samkomubanninu, og hefur notið sífellt meiri vinsælda. Þau eru nýbúin að gefa frá sér enn eitt stuðlagið, Bára, spila á tvennum tónleikum um helgina, og það eru bókstaflega allir að reyna að ná í þau.
Og við heyrum sögu af ríkismiðli sem vann ekki heimavinnuna sína.