Meira en 2500 íslendingar fylgjast með falsfréttasíðunni Fréttirnar á Facebook. Nokkrum sinnum í viku birtast þar skjáskot af fréttamiðlum landsins, Vísi, Rúv og Bændablaðinu, með upprunalegum fréttaljósmyndum en nýjum og spaugilegri fyrirsögnum. Við ræðum við ritstjórann, Pál Ivan frá Eiðum.
Hátíðin List í ljósi fer fram í kvöld á Seyðisfirði. Þetta er listaviðburður sem fer fram í febrúar ár hvert og fagnar endurkoma sólar inn í fjörðinn. Lestin slær á þráðinn til Seyðisfjarðar og ræðir við skipuleggjanda hátíðarinnar Sesselju Hlín Jónasardóttir.
Ljóð, myndlist og tónlist eftir listamenn sem nota netið í sköpun sinni er helsta viðfangsefni smátímaritsins Mid Magazine. Þórður Ingi Jónsson, tíðindamaður Lestarinnar í Bandaríkjunum, ræddi við útgefandann Zachary Swezy um stöðu ljóðsins á internetinu.
Anna Marsibil hefur verið úti í Bandaríkjunum að fylgjast með Óskarsverðlaunahátíðinni og tók stórt viðtal við Hildi Guðnadóttur fyrr í vikunni. Við það tilefni fékk Anna að handleika Óskarsstyttuna og fór í kjölfarið að velta fyrir sér reglunum um þessa fornfrægu styttu.
Tónlist:
Hjálmar - Lýsi ljós
Konsúlat - Mobarley
Black Pumas - Black Moon Rising