Í síðustu viku fylltust samfélagsmiðlar af listum tónlistarunnenda yfir þá listamenn og lög sem þeir hlustuðu mest á á tónlistarstreymisveitunni Spotify árið 2019. Listarnir voru hluti af Spotify Wrapped ársyfirlitinu sem birtist í byrjun desember ár hvert og er nánast orðinn fastur liður í dagatali tónlistarunnandi. Við veltum fyrir okkur tónlist, Spotify og gagnasöfnun.
Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði og forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, mælir með bók sem varpar ljósi á heiminn. Hún segir frá bókinni Factfulness eftir sænska lækninn og talnasérfræðinginn Hans Rosling.
Skjannahvítir jöklar, eldgos og glæringar, skvísa í geimbúning. Já, Helga Kristín Torfadóttir er óvenjulegur áhrifavaldur en hún fræðir fylgjendur sína minna um fæði og fatnað og meira um jarðfræði.
En það var þetta með geimbúninginn. Spjallið við Helgu leiddi okkur á aðrar slóðir, frá jöklum og setbergslögum á jörðu niðri og út í geim, eða hér um bil. Við fræðumst um íslensku geimferðastofnunina og stofnanda hennar Daniel Leeb.