Rappið er dautt, megi það hvíla í friði. Í Lestinni í dag fjallar Davíð Roach Gunnarsson, tónlistargagnrýnandi, um íslensku rappsenuna. En hann segir sköpunarkraftinn og nýjungagirnina sem hefur einkennt rappsenuna undanfarin ár fara ört þverrandi. Síðar í mánuðinum hefst Ráðherrann, nýir leiknir sjónvarpsþættir um forsætisráðherra í geðhvörfum. Nanna Kristín Magnúsdóttir, annar leikstjóri þáttanna, og Birkir Blær Ingólfsson, einn úr handritateyminu, koma í heimsókn og ræða pólitíkina, sjónvarpið og tilraunir skáldskaparins til að fanga brjálæðislegan heim stjórnmálanna. Halldór Armand Ásgeirsson snýr aftur úr sumarfríi. Í pistli vikunnar ver hann sinn gamla kennarann og núverandi forseta mannréttinda dómstóls Evrópu, Róbert Spanó, en hann hefur verið í eldlínunni fyrir umdeilda heimsókn til Tyrklands. Í vikunni var tilkynnt að 14 ára saga hinna gríðarvinsælu raunveruleikasjónvarpsþátta, Keeping up with the Kardashians, væri senn á enda. Þættirnir hafa skotið Kardashian fjölskyldunni hæst upp á stjörnuhimininn og haft gríðarleg áhrif á poppmenningu samtímans. Við kveðjum Kardashian-fjölskylduna í þætti vikunnar. Við skoðum svo nýstárlega strauma sem leika um listheiminn, þar sem listafólk gerir skapandi tilraunir til að endurhugsa tengsl manns og náttúru. Við ræðum við listrænan stjórnanda sviðslistahátíðarinnar Plöntutíð, Andreu Vilhjálmsdóttur.