Þessa vikuna höfum við gert upp árið með því að rifja upp tónlistina sem stóð upp úr á árinu og svo stærstu menningarfréttir ársins eða kannski fremur menningarlega vinkilinn á stærstu fréttum ársins. Dagurinn í dag er hinsvegar tileinkaður markverðasta samfélagsmiðli ársins.
í upphafi ársins 2021 var TikTok-forritið sá samfélagsmiðill sem óx hvað örast á heimsvísu, í lok ársins er það sú vefsíða heimsins sem fékk flestar heimsóknir. Jafnvel leitarvélin Google var ekki jafn tíður áfangastaður netverja.
Með því að forgangsraða efni eftir áhuga, fremur en eftir vinatengslum eins og Instagram og Facebook, gerir TikTok algrímið framleiðendum kleift að koma fyrir mun fleiri augu en ella. Þannig hefur það á skömmum tíma skapað fjöldan allan af ungum stjörnum sem eru raunverulega heimsfrægar, en samt bara á TikTok. Forritið hefur einnig skapað nokkrar slíkar stjörnur á Íslandi og við upphaf árs tókum við fjórar þeirra tali. Í dag rifjum við upp hvað þær höfðu að segja um forritið góða og framtíðin