Við kynnum okkur uppruna breska mottósins Keep calm and carry on sem er prentað á nánast allar gerðir söluvarnings í dag í hvítum stöfum á rauðum bakrunni. Skiltið vinsæla var fyrst hannað í seinni heimsstyrjöldinni en mottóið á sér mögulega lengri og banvænni sögu sem tengist meðal annars skæðum inflúensufaraldi.
Fjölmörgum viðburðum og samkomum hefur verið aflýst vegna nýju kórónaveirunnar og Covid-19 sjúkdómsins. Kappleikir víða um Evrópu fara fram fyrir luktum dyrum. Úrslitarimman í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu Betur er einn þeirra viðburða sem mun fara fram fyrir tómum sal á föstudag. Við ræðum við stjórnendur Gettu Betur um ákvörðunina og áhrif hennar.
Ílensku tónlistarverðlaunin fóru fram í Hörpu í gærkvöldi. Davíð Roach Gunnarsson fylgdist með og flytur okkur greiningu á úrslitunum og ræðunum, en meðal verðlaunahafa í ár voru Vök,, Hildur Guðnadóttir, Grísalappalísa þessi hér.