Það hafa sennilega flestir staðið sjálfan sig að því að velta fyrir sér eigin jarðarför á einhverjum tímapunkti í lífinu. Sú hugmynd liggur að baki þáttaröðinni Jarðarförin mín sem sjónvarpsmálaráðherra Lestarinnar, Katrín Guðmundsdóttir, rýnir í.
Í símaskránni má finna þrjá einstaklinga sem gefa upp starfsheitið „kolefnisfargari.“ Þetta er starfsfólk hjá CarbFix verkefni Orkuveitu Reykjavíkur, tilraunaverkefni sem vinnur að því að festa í bergi koldíoxíð sem annars færi út í andrúmsloftið. Við heimsækjum Hellisheiðarvirkjun og forvitnumst um Carbfix aðferðina hjá Söndru Ósk Snæbjörnsdóttur, kolefnisfargara.
Og Halldór Armand Ásgeirsson flytur okkur sinn vikulega pistil. Í þetta sinn er honum hugsað til fjölmiðla og like-takkans.