Í þessari viku eru 20 ár frá því að íslensk þýðing á fyrstu Harry Potter bókinni var gefin út á Íslandi. Við ræðum við þýðanda bókarinnar, Helgu Auðardóttur.
Og það verður meiri fjölkynngi í þætti dagsins. Tómas Ævar Ólafsson pistlahöfundur Lestarinnar er handviss um að langvinn flensa sem hann lagðist í á dögunum sé til komin vegna bölvunar sem lögð var á hann. Í pistli dagsins prófar Tómas sig áfram með galdra - hann er kominn í kuklið.
Við höldum áfram að skoða fyrirbærið innblástur hér í Lestinni á miðvikudögum. Að þessu sinni ræðir Anna Gyða við Hjalta Jón Sverrisson, prest í laugarneskirkju, sem fær innblástur frá skjólstæðingum sínum, til að mynda verðandi brúðhjónum.
En við byrjum á tónlist. Hún inniheldur ekkert blót eða klámyrði en þess meira af guði og gospel. Hún er níunda plata Kanye West til að komast í fyrsta sæti Billboard listans strax við útgáfu en hún er gríðarlega umdeild, ekki síst meðal annarra trúrækinna svartra Bandaríkjamanna. Hún átti að heita Yhandi en heitir þess í stað Jesus is King.