Um helgina verður Frönsk kvikmyndahátíð haldin í 23. sinn. Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri í Bío Paradís, kom í Lestina og sagði frá dagskránni. Auk þess fáum við fréttir af blómlegum rekstri bíósins, sem stóð til að loka fyrir skömmu.
Breski söngarinn Johnny Rotten með hljómsveitinni Public image ltd hefur ákveðið að taka þátt í Eurovision í ár, með laginu Hawaii. Jóhannes Ólafsson fjallar um þessa ákvörðun gamla pönkarans.
Ásdís Sól Ágústsdóttir segir frá ljóðum tónlistarkonunnar PJ Harvey, sem gaf út ljóðabókina Orlam í fyrra.