Myndlist getur verið sníkjudýr á vef-vettvangi á borð við Facebook, E-bay og Amazon. Það er að minnsta kosti kenningin sem drífur áfram sýningarhald í netgalleríinu Cosmos Carl. Galleríið fær listamenn til að nýta sér fjölbreyttan vefvang í sköpun og sýningu listaverka sinna. Við ræðum við annan eigenda þessa sérstaka sýningarýmis, Sæmund Þór Helgason, í Lestinni í dag.
Davíð Roach Gunnarsson flytur okkur pistil um eina bestu jólaplata allra tíma. Sú var sett saman af manni sem nú situr í fangelsi fyrir morð. Upptökustjórinn, lagahöfundurinn og annálaði ofbeldismaðurinn Phil Spector gaf heiminum jólagjöf árið 1963, plötuna A Christmas Gift For You. Hún vakti hins vegar minni athygli en hún átti skilið því hún kom út sama dag og annað alræmt morð var framið.
Og við flytjum ykkur jólakveðju í þessum síðasta þætti fyrir jól - eða kannski sendið þið okkur kveðjurnar. Jólakveðjum almennings hefur verið útvarpað hér á Rás 1 frá 1932 og eru þær órjúfanlegur hluti af jólahaldi margra Íslendinga.
En við byrjum á kvikmynd um ketti.