Áratugurinn milli fyrri heimsstyrjaldar og valdatöku nasista var mikill óvissutími í Þýskalandi, en á sama tími mikill gerjunartími í hugsun og heimspeki. Í bókinni Tími töframanna er rakin saga fjögurra frumlegustu hugsuða þessara ára í þýskalandi og hvernig þeir tókust á við ólguna og tilvistarlegt uppnámið sem fylgdi í kjölfar heimsstyrjaldarinnar. Arthúr Björgvin Bollason þýðandi segir frá bókinni - og svo heyrum við líka í þessum töframanni.
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi leit við í Efstaleitið og ræddi um ljósagönguna sem nú er að hefjast á Arnarhóli.
Og við lítum yfir lista sigurvegara á AMA tónlistarverðlaununum sem veitt voru í nótt en þar féll meðal annars gamalt met Michael Jackson.
Þá skoðum við fyrirbærið „molka“ - faraldur í Suður Kóreu þar sem kynferðisleg myndbönd eru tekin af konum án þeirrar vitneskju. Um helgina fannst K-Pop söngkonan Goo Hara látin á heimili sínu en ýmislegt bendir til að „molka“ hafi átt þátt í að draga hana til dauða.