Þeir Bjargmundur Ingi Kjartansson, Volruptus, og Árni E. Guðmundsson, Skeng, eru í hópi íslenskra listamanna sem búsettir eru í Berlín. Báðir hafa þeir gert það gott á sviði raftónlistar. Steindór Grétar Jónsson kíkir í heimsókn í það sem kalla mætti félagsheimili íslenskra raftónlistarmanna í Berlín, eða íbúð Árna.
Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Karl Ställborn, sem einnig er söngvari rokksveitarinnar Skrattar, opnaði sýningu sína Kalt Stálbarn í Gallerí 1300° á Bergstaðastræti síðasta föstudag. Myndir Karls eru unnar með trélit á svartan pappír og þar mætast harka og mildi, rafmagn og fígúrur. Lestin leit við hjá honum þar sem hann var í óðaönn við að hengja upp verkin nokkrum tímum fyrir opnun. Við heyrum það hér á eftir.
Katrín Guðbjartsdóttir skrifaði lokaritgerðina sína um ofbeldið í Ást Fedru, leikriti Söruh Kane frá árinu 1996. Verkið er í sýningu í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur. Við ræðum ofbeldið og sýninguna við Katrínu.