Það er alltaf stórviðburður í poppheiminum þegar ný plata kemur frá rapparanum Kanye West, enda er hann einhver skærasta og útreiknanlegasta stjarnan í dægurtónlist samtímans. Tvö ár eru frá síðustu plötu hans Jesus is King, en Kanye hefur ekki setið auðum höndum því á sunnudag kom út 27 laga platan Donda. Davíð Roach Gunnarsson sökkvir sér ofan í Dondu.
Við pælum í mannaskít og klósettmenningu í Lestinni í dag. Ferðumst frá fyrstu salernum Mesópótamíu og yfir í gömlu almenningsklósettin í Bankastræti Núll þar sem Hannes Agnarson Johnson sýndi um helgina ljósmyndir sem hann hefur tekið af hundruðum klósetta undanfarinn áratug.
Og við veltum fyrir okkur 40 ára gömlu ljóði sem á af einhverjum ástæðum óþægilega vel við enn í dag.