Sviðsverkið How to make love to man? var frumsýnt í mars í tilraunarými Borgarleikhússins, Umbúðalaust. Sýning sem spyr hvernig karlmönnum tekst að kljást við þau fjölbreyttu vandamál sem hindrunarhlaup lífsins býður upp á. Það eru leikhópur sem kallar sig Toxic Kings sem semur og flytur verkið. Fjórir ungir sviðslistamenn, tveir útskrifaðir leikarar og tveir sviðshöfundar, Andrés P. Þorvaldsson, Ari Ísfeld Óskarsson, Helgi Grímur Hermannsson og Tómas Helgi Baldursson. Þeir þrír síðastnefndu setjast um borð í Lestina og ræða karlmennsku og sviðslistir.
Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil um hjólalöggu í Berlín og einkavæðingu Íslandsbanka.