Á annan í jólum verða frumsýndir á RÚV nýjir íslenskir sjónvarpsþættir, Verbúðin sem er framleidd af Vesturport. Verbúðin fjallar um lítið sjávarþorp vestur á fjörðum og hóp fólks sem fer í útgerðarbransann um það leyti sem verið að koma kvótakerfinu á, á níunda áratugnum eða í áttunni eins og margir eru farnir að kalla áratuginn. María Reyndal, ein þriggja leikstjóra Verbuðarinnar og Björn Hlynur Haraldsson, einn leikstjóra, handritshöfunda og leikara þáttaraðarinnar segja frá.
Lóa Björk Björnsdóttir flytur okkur sitt þriðja og síðasta innslag um karlmennsku og jólin. Hún veltir fyrir sér hlutverki karla í jólaundirbúningnum. Að þessu sinni ræðir hún við Halldór Halldórsson, Dóra DNA, sem finnst spurningar hennar um karla vera heldur ósanngjarnar.
Við kíkjum á baráttuna um toppsætið á breska vinsældalistanum sem er sérstaklega hörð um þessar mundir, enda þykir sérstakur heiður að sitja á toppnum um jólin.
En við byrjum á tveimur jólasögum eftir ritlistarnema við Háskóla Íslands.