Við rýnum í Kötlu, nýja sjónvarpsþætti Baltasars Kormáks og Netflix. Júlía Margrét Einarsdóttir sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar spændi í gegnum þættina átta um helgina eins og svo margir aðrir, og hún segir okkur hvað henni finnst.
Við heimsækjum grasrótargalleríið Kaktus á Akureyri þar sem norðlenskir listamenn rækta andann.
Og tónlistarmaðurinn Holy Hrafn sest um borð í Lestina og segir frá nýrri plötu sem hann gaf út á dögunum, S.S. Tussunæs.
En við byrjum á heimildarmyndum. Ingibjörg Halldórsdóttir frá heimildarmyndahátíðinni Icedocs sem hefst á morgun á Akranesi, og stendur yfir fram á sunnudagskvöld, mætir og segir okkur frá því helsta á hátíðinni í ár.