Lestin

King Kong-kenningin, Kesha, Social Unrest, Airwaves-uppgjör


Listen Later

Iceland Airwaves fór fram í 21. skipti um helgina. Þó hátíðin hafi verið smærri í sniðunum en oft áður var þar mikið um dýrðir. Davíð Roach Gunnarsson tónlistargagnrýnandi Lestarinnar hlýddi á gamlar kempur, gerði nýjar uppgötvanir, sá rokk, rapp, dans og svo líka þetta.
Harðkjarnapönkið þróaðist fyrst í suðurhluta Kaliforníu undir lok áttunda áratugarins. Þar spiluðu menn enn hraðar og harðar en kollegar þeirra í New York og Bretlandi. Í Lestinni í dag ræðir útsendari Lestarinnar í Los Angeles, Þórður Ingi Jónsson, við einn þátttakanda í þessari merkilegu tónlistarsenu, Jason Honea, söngvara hljómsveitarinnar Social Unrest.
Að venju á mánudegi fáum við til okkar fólk til að segja frá bók sem að þeirra mati varpar áhugaverðu ljósi á heiminn sem við búum í. Elínborg Harpa Önunardóttir, aðgerðasinni, segir frá bókinni King Kong-kenningin eftir franska feministann, rithöfundinn og kvikmyndagerðarkonuna Virginie Despentes. Viðfangsefnin eru kvenleikinn, nauðgunarmenningu og klám en nálgun hennar er nokkuð óvenjuleg í íslensku samhengi.
Þegar rætt er um leiðandi raddir innan tónlistarheimsins síðastliðinn áratug er poppsöngkonan Kesha ekki endilega ofarlega á lista. En ætti hún að vera það? Frá því Kesha rumskaði fyrst í baðkarinu árið 2009 hefur ferill hennar farið ótal kollhnísa, og það yfirleitt augnablikum áður en dægurtónlistin hélt í sömu átt. Er það kannski Kesha sem slær taktinn? Við veltum fyrir okkur sögu Keshu, stöðu poppsins og framtíð í Lestinni í dag.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

LestinBy RÚV

  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8

4.8

5 ratings


More shows like Lestin

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Þarf alltaf að vera grín? by Þarf alltaf að vera grín?

Þarf alltaf að vera grín?

218 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

14 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Teboðið by Birta Líf og Sunneva Einars

Teboðið

32 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

12 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

34 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners