Hvernig á kirkjan að ná til ungu kynslóðarinnar? Þessi spurning er nánast samgróin starfi þjóðkirkjunnar sem hefur undanfarið leitað ýmissa leiða til að boða ungum eyrum fagnaðarerindið. Séra Dagur Fannar Magnússon, prestur í Heydal í Austfjarðaprestakalli hefur sjálfur reynt ýmislegt í þeim efnum, haldið uppi stuði á TikTok og stýrt hlaðvarpinu Kirkjukastið. Nýjasti þátturinn hefur raunar vakið mikla athygli, þrátt fyrir að vera enn ekki kominn út - en hann fjallar um kristni og kynlíf.
Davíð Roach Gunnarsson segir frá raftónlistarmanninum Andra Eyjólfsson sem gengir undir listamannsnafninu Andi, Nú á dögunum gaf hann út tveggja laga stuttskífinu Á meðan, sem fylgir á eftir hinni frábæru breiðskífu, Allt í einu, sem kom út árið 2018.
En við ætlum að byrja á deilum um ljósmyndir. Kambódíumenn eru margir hverjir ósáttir við írskan listamann sem hefur undanfarið unnið að því að lita svarthvítar ljósmyndir frá Kambódíu og bæta við brosi á andlit fólks sem er ekki alveg nógu glaðlegt að hans mati.