Fræga fólkið. Það er alveg eins og við! Sjáið myndir af þeim hundleiðast í sóttkví og samkomubanni alveg eins og okkur hinum - Nema, þeim leiðist í lítilli höll í Kaliforníu með sundlaug og tennisvöll í bakgarðinum á meðan þér leiðist í 65 fermetra blokkaríbúð í Árbænum með svalirnar fullar af klósettpappír. Lestin rennir til Hollywood í dag þar sem viðbrögð stjarnanna við covid-19 hafa mætt blendnum viðtökum hjá almenningi.
Á sama tíma og íhaldssemi og fordómar hafa aukist í valdatíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hálfgert dragæði gripið landið. Ekki síst í kjölfar vinsælda raunveruleikaþáttaraðarinnar RuPaul?s Drag Race. Nýjasta útspil RuPaul eru leiknir sjónvarpsþættir, AJ and the queens. Þættirnir eru svipmynd af þjóðfélagi sem brýtur niður staðalímyndir og samþykkir fjölbreytileika. Katrín Guðmundsdóttir rýnir í AJ og drottningarnar.
Fyrr í mánuðinum kom út platan New Dreams, önnur sólóplata Jófríðar Ákadóttur, sem kallar sig yfirleitt JFDR. Jófríði hefði líklega ekki dreymt um að fylgja plötunni eftir í sóttkví í Ástralíu, en þangað flýtti hún sér þegar ljóst var að öllu tónleikahaldi til kynningar á plötunni. Við hringjum til Ástralíu og ræðum við Jófríði um nýja drauma.