Halldór Armand flytur okkur pistil að venju á þriðjudegi. Eins og stærstur hluti heimsbyggðarinnar er hann með hugann við Covid-19.
Smitsjúkdómar eru ekkert gamanmál. Það var atómsprengjan ekki heldur. En píanistanum Tom Lehrer var nokk sama og henti gaman að hverju sem honum sýndist á þvers og kruss yfir siðprútt samfélag sjötta og sjöunda áratugarins. Við rifjum upp verk Lehrer í Lestinni í dag sem sum öðlast nýja merkingu í samtímanum.
Við kynnumst líka bandaríska sjónvarps-málaranum Bob Ross sem kenndi bandaríkjumönnum að mála í sjónvarpinu á níunda og tíunda áratugnum. Einkennandi útlit hans og seiðandi rödd hafa gert hann að hálfgerðri költhetju. Við spjöllum við Sigurð Mikael Jónsson, upplýsingafulltrúa Unicef, sem hefur tekist á við stress og lært að mála með Bob Ross.