Sjónvarpsþátturinn Konfekt fór í loftið á sjónvarpsstöðinni Skjá Einum í febrúar 2001, fyrir nákvæmlega 20 árum síðan. Þátturinn sem var kynntur sem menningarlegur þáttur með listrænum leikþáttum fékk hræðilegar viðtökur, en hefur í seinni tíð öðlast stöðu sem hálfgerður költþáttur í íslensku gríni. Við rifjum upp 20 ára gamalt Konfekt í Lest dagsins.
Nýjasta þáttaröð raunveruleikaþáttanna um piparsveininn, þar sem hópur kvenna keppir um hönd álitlegs karlmanns, hefur tekið óvænta stefnu eftir ásakanir um rasisma í garðs eins keppenda. Nú hefur þáttastjórnandinn Chris Harrison stigið inn í umræðuna og tekist að klúðra málum enn frekar. Við ræðum við Unni Eggertsdóttur um nýjasta dramað í Bachelor heiminum og veltum fyrir okkur, af hverju það skiptir máli.
Þá skellum við margnota burðarpokanum í innkaupakerruna og hittum Unu Björk Kjerúlf einhvers staðar á milli grænmetisdeildarinnar og mjólkurkælisins. Hún flytur okkur pistil um hugleiðslu og sjálfsrækt í bónusferðum.