Við skilum inn 14 ára gömlum heimabrenndum geisladisk í hljóð- og myndsafn Landsbókasafns Ísland. Við hittum þar Bryndísi Vilbergsdóttur sem starfar við það að leita uppi alla tónlist sem kemur út á landinu, bæði á efnislegu og stafrænu formi, og skrásetja í hljóðsafnið.
Og talandi um nýja íslenska tónlist. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í sjöundu plötu Konsúlat, en hann segir þessa síkadelísku rafsveit vera eitt best geymda leyndarmál íslenskrar raftónlistar.
Julius Pollux flytur okkur pistil í Lestinni á fimmtudegi um hljóðmenningu heimsins og að þessu sinni veltir hann fyrir sér hvernig fólk tengist í gegnum hljóð, hvort sem það eru ASMR-hljóðupptökur, fagnaðarlæti eða klósettferðir nágranna í hljóðbærum fjölbýlishúsum.
Og við heyrum af nýjustu vandræðinum í galdraheimi Harry Potter þar sem skoðanir höfundar á transfólki þvælast nú fyrir tölvuleikjaframleiðendum.