Ljósmyndir Sigurðar Unnars Birgissonar hafa ratað víða, enda hefur hann tekið passamyndir í ökuskírteini og vegabréf ófárra Íslendinga. Uppáhaldsmyndefni Sigurðar eru eldri karlmenn, til að mynda þeir sem mæta í kringum sjötugsafmæli sitt og þurfa mynd í endurnýjað ökuskírteini. Um helgina opnar hann ljósmyndasýninguna Hilmir snýr heim með passamyndum rúmlega áttatíu eldri herramanna sem hann stillir upp við hlið ljósmynda af blómum.
Það styttist í kosningar, en kosið verður til alþingis á laugardag. Að þessu tilefni fáum sérfræðing til að koma og rýna í kosningabaráttuna, ekki stjórnmálafræðing heldur mím-greinanda lestarinnar Laufeyju Haraldsdóttur.
Og svo veltum við fyrir okkur greinarmerki, einu pennastriki - ef það - hvers fjarvera hafði úrslitaáhrif á nýlegt dómsmál í bandaríkjunum og leiddi til fimm milljón bandaríkjadala bótagreiðslu. Þetta fyrirbæri er afar umdeilt og kallast oxford komman.