Breytist smekkur fólks í takt við sveiflur efnahagslífsins, sækir fólk í ákveðna tísku í efnahagskreppum. Birna Stefánsdóttir veltir þessum spurningum fyrir sér í innslagi í Lestinni í dag. Hún ræðir við þær Kristínu Höllu Helgadóttur, miðausturlandafræðing, og Maríu Elísabetu Bragadóttur, rithöfund, um krepputísku.
Sölvi Halldórsson flytur okkur pistil, um tilhneigingu okkar til að vilja stöðugt bæta okkur, og hann veltir fyrir sér nokkrum nýyrðum í íslensku sem kristalla þetta, til dæmis að besta og maxa.
Við kynnum okkur jaðarútgáfuna Spectral Assault Records sem að hefur vakið nokkra athygli undanfarið fyrir útgáfu á nokkrum ferskum og frumlegum plötum. Jón Múli og Guðmundur Arnalds mæta í Lestina og segja frá línudansinum sem þeir dansa milli pönks, ágengrar danstónlisar og popps.