Það hafa margir beðið með eftirvæntingu eftir sérstökum Friends-endurfundaþætti sem kom út í dag. Vinir nutu áður óséðra vinsælda þegar þeir voru sýndir á árunum 1994 til 2004, og halda áfram að draga til sín nýja og nýja áhorfendur. Í Lestinni í dag veltum við fyrir okkur áhrifum og arfleifð Friendsþáttanna með Grétu Kristínu Ómarsdóttur, leikstjóra.
Ash Walker hefur getið sér gott orð í danstónlistarsenu Lundúna með því að blanda saman sál, jazz, rhythma & blús, og latínusmellum. Davíð Roach gunnarsson segir frá þessum taktvissa tónlistarmanni og plötusnúð í Lestinni í dag.
Við kíkjum svo á leiklistarnema sem undirbúa nú útskriftarsýningu sína, Krufning á sjálfsmorði nefnist verkið sem verður frumsýnt um helgina. Meira um það á eftir.
En við byrjum á emórappi.