Hvernig kemur maður upp um margra milljarða króna spillingarmál sem teygir anga sína til annarrar heimsálfu? Lestin skyggnist á bakvið tjöldin og kynnir sér hlaðvarp fréttaskýringarþáttarins Kveiks.
Mím (meme) hafa alltaf verið til þó maðurinn hafi ekki vitað það. Svo segir Laufey Haraldsdóttir sem í dag hefur pistlaröð sína um þetta menningarfyrirbæri. Hún byrjar á að skoða sögu mímsins það hvernig fyrirbærið hefur stökkbreyst með tilkomu veraldarvefsins.
Við kynnum okkur hugtökin eftirlenda, síðnýlendufræði og ný-nýlendustefna. Kristín Loftsdóttir, mannfræðingur, hjálpar okkur að skilja þessi margslungnu hugtök.
Og við rýnum í kvikmyndina Doctor Sleep sem er byggð á samnefndri bók Stephens King. Þetta er framhald af bókinni The Shining sem Stanley Kubrick lagaði að hvíta tjaldinu með eftirminnilegum hætti fyrir rétt tæplega 40 árum.