Í gegnum tíðina hafa sígarettur verið tákn um töffaraskap, frelsisþrá og óttaleysi andspænis dauðanum. En nú eiga þær undir högg að sækja. Unga fólkið reykir færri sígarettur en áður, kvikmyndaver vilja stroka reykingar út af hvíta tjaldiu og Facebook ritskoðar auglýsingaefni sem inniheldur sígarettur - jafnvel þó það sé bara fyrir íslenskan söngleik byggðan á ævi og tónlist Bubba Morthens.
Heimildarmyndin Chasing the Present verður frumsýnd á Íslandi á sunnudag. Myndin segir frá leit James Sebastiano að lausn við kvíðaröskun sinni en sýningin fagnar einnig útgáfu tónlistarinnar úr myndinni, sem er eftir íslenska tónlistarmanninn Snorra Hallgrímsson.Við ræðum við Snorra og James í Lestinni í dag.
Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil að venju á þriðjudegi. Í dag rifjar hann upp sögu af því þegar það kviknaði í á Klambratúni.
En við byrjum á því að sökkva okkur djúpt ofan í safn Ríkisútvarpsins hér í Efstaleiti.