Love is Blind nefnast raunveruleikaþættir sem njóta mikla vinsælda á Netflix um þessar mundir. Þættirnir bjóða upp á nýjan snúning á hefðbudna stefnumótaþætti, tilhugalíf þátttakenda fer fram án þess að þeir fái að hittast í eigin persónu. Nokkur hópur íslendinga hefur tekið ástfóstri við þáttunum, við ræðum við eina þeirra Evu Ruza í Lestinni í dag.
Kvikmyndahátíðin í Berlín fór fram í sjötugasta skipi á dögunum. Það var íranska kvikmyndin There is no evil hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar í ár, en Ásgeir Ingólfsson tíðindamaður Lestarinnar í mið-Evrópu, fjallar um þrjár aðrar kvikmyndir sem sýndar for á hátíðinni: Shirley, Last and First men og svo myndina sem honum fannst bera höfuð og herðar yfir aðrar myndir á hátíðinni First Cow.
Sjónleikar er tilraun til þýðingar á hugtakinu audio-visual performans, lifandi flutningur á myndefni og tónum. Tvíeykið Unfiled, sem er skipað þeim Atla Bollasyni og Guðmundi Úlfarssyni, hefur haldið úti hálfgerðri tilraunastofu um sjónleika undanfarna mánuði. En á föstudag opna þeir sýninguna Skjáskot í Ásmundarsal þar sem þeir leika sér með afrakstur vinnunnar.