Eggert Gunnarsson hefur verið búsettur á Papúa Nýju Gíneu undanfarin fimm ár, stýrt þarlendri sjónvarpsstöð og gert heimildarmyndir. En nú er hann kominn aftur til Íslands með sína fyrstu bók í farteskinu, vísindaskáldsögu um áhrif loftslagsbreytinga á jörðina, viðfangsefni sem er mikið í umræðunni hér á vesturlöndum en fólk finnur ekki síður fyrir á kyrrhafseyjunni Gíneu. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir flytur okkur pistil í Lestinni á mánudegi. Að þessu sinni rifjar hún upp eigin æsku, fjallar um ný lög um kynrænt sjálfræði og svarar spurningum sem brenna á vörum margra sem ekki þekkja til kynleiðréttingarferlisins. Og við kynnum okkur óhefðbundna nýársræðu sem til kom eftir að metoo bylgjan skall loksins af fullum þunga á Danmörku, þremur árum eftir að hún fyrst skók heimsbyggðina.