Ein af áhugaverðari plötum sem hefur komið út á þessu ári í íslensku rokki er Late Night Noises, önnur plata tónlistarmannsins Ýmis Gyðusonar Gíslasonar, sem gefur út tónlist undir listamannsnafninu Umer Consumer. Platan inniheldur rokktónlist fyrir rökkvuð síðkvöld og er innblásin af svæðinu á milli svefns og vöku.
Tónlistarmaðurinn Little Richard féll frá á laugardaginn, 87 ára að aldri. Hann hefur verið kallaður arkitekt rokksins en hans fordæmi fólst do ekki aðeins í tónlistinni sjálfri heldur einnig í uppreisn hans gegn stöðluðum ímyndum kynjanna. Við kynnum okkur kynusla Little Richard í Lestinni í dag.
Laufey Haraldsdóttir heldur áfram að rýna í nýleg meme (lesist: mím) og internetgrín þar sem unnið er úr og gert grín að covid-19 heimsfarladrinum. Bangsar, Bubbi Morthens og Milton Friedman koma meðal annars við sögu.