Undanfarnar vikur hafa deilur um kyrkingar og kynfræðslu klofið feministarhreyfinguna á íslandi. Hlédís Maren Guðmundsdóttir fjallar um hugmyndfræðilegar deilur og kvenréttindi í Lest dagsins.
Við fjöllum um kanadíska klifrararann Marc-André Leclerc sem er viðfangsefni heimildarmyndarinnar The Alpinist. Á unga aldri skrifaði þessi hófsama hetja nafn sitt á spjöld klifursögunnar, en hann stundaði það að klífa þverhnípta tinda án nokkurrar tryggingar eða öryggisbúnaðar. Margrét Rún Rúnarsdóttir segir frá þessari rómantísku hetju og harmrænum örlögum hennar.
Þórður Ingi Jónsson hefur verið að kynna sér það nýjasta í kínverskri jaðarmenningu. Hann hitti kínverska myndlsitarmanninn, Tianzhuo Chen að máli og ræddi við hann um kínverska framúrstefnu og partý á tímum kóvid.