Stysti dagur ársins var í gær og, vetrarsólhvörf, hin forna hátíð ljóssins. Alda Vala Ásdísardóttir Hvammsverjagoði lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á Jólablót Ásatrúarfélagsins sem fór fram í gær, hún kom í Lestina og við byrjuðum á því að fá hana til að útskýra hvernig þetta virkar með með goðana og goðorðin.
Á sunnudaginn fögnuðu íbúar Argentínu, og heimsbyggðin með þeim, er þeir tryggðu sér sigur á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir, var stödd í Argentínu meðan mótið stóð yfir. Hún lýsir ógleymanlegum stundum frá mótinu og óþrjótandi fótboltaást íbúa Argentínu.
Anna Gyða Sigurgísladóttir er með hugann við mergð sagna og sjónarhorna sem sveima í kringum okkur allan liðlangan daginn. Hún fer á stúfana og spyr gesti og gangandi: Hvað ertu að hugsa einmitt núna? Viðmælendi hennar að þessu sinni er Áróra Sif Sigurðardóttir.