Ert þú hlustandi góður búinn að deila tölfræði Spotify um þá tónlist sem þú hlustaðir mest á á árinu? Telurðu þig nægilega vel á nótunum til að fá fullt hús stiga í heimsbyggðar-spotify prófi Lestarinnar? Og hvernig er hljóð-áran þín á litinn?
Í október kom út áttunda breiðskífa bandarísku tónlistarkonunnar Lönu Del Rey, Blue Banisters. Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir, ritstjóri Stúdentablaðsins, beið plötunnar með eftirvæntingu. Hún rýnir í Blátt stigahandrið Lönu og rekur sögu þessarar einstöku tónlistarkonu.
Undanfarnar vikur höfum við verið með hugan við internetið. Í nóvember ferðuðumst við um landið og reyndum að snerta internetið með misjöfnum árangri. Í síðustu viku rifjuðum við upp söguna af fyrstu skilaboðunum sem voru send yfir forvera internetsins, Arpanetið í kaliforníu. Og að þessu sinni spyrjum við Sæmund Þorsteinsson lektor í rafmagns- og tölvunarfræði um hver það er sem eigi internetið, spurning sem er ekki einfalt mál að svara: