LungA skólinn hefur verið starfræktur á Seyðisfirði í tíu ár. Lýðskólanum fylgir líf og fjör og nemar við skólann kærkomin viðbót við bæjarlífið, enda fá ungmenni búsett þar yfir veturinn. Signý Jónsdóttir er í hópi fólks sem hefur unnið að þróun nýrrar námsleiðar við skólann sem verður prófuð í fyrsta sinn í Janúar. Þar munu nemendur fá kennslu í því að kynnast landinu, eins og þeir væru landnámsmenn á Seyðisfirði árið 2022.
Guðrún Elsa Bragadóttir kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar rýnir í tvær kvikmyndir, Triangle of sadness, þríhyrning sorgar, í leikstjórn Ruben Östlund og nýja íslenska kvikmynd, Sumarljós og svo kemur nóttin, mynd í leikstjórn Elfars Aðalsteinssonar.
Guðni Tómasson menningarsagnfræðingur skoðar endalok sápuóperunnar, sem sumir segja yfirvofandi.
Við byrjum þáttinn á því að hringja austur á Egilsstaði og heyra um residensíu pólskra tónlistamanna, Ragnhildur Ásvalsdóttir, Sláturhússtjóri, segir frá.