Nú standa yfir réttarhöld í New York yfir manni sem kallar sig ?the Pied Piper of RnB?. Nafngiftin er óþægileg, í ljósi þeirra ásakana sem R.Kelly situr undir, óþægilega viðeigandi.
Ásgeir H. Ingólfsson sendir okkur seinni pistil sinn um kvikmyndahátíðina í Karlovy Vary í Tékklandi, en hátíðin er ein sú virtasta sem fer fram ár hvert. Hann segir okkur frá þremur myndum, hina frönsku Les Olympiades, dönsku Verdens Verste Menneske og finnsku Klefa númer 6.
Laxveiðiljósmyndin er orðin að þekktu minni í sjónrænni menningu íslensks samtíma. Íslenskri karlmenn hafa verið duglegir að nota þessar myndir á samfélagsmiðlum og ekki síst á stefnómótaforritinu Tinder, kannski til að sýna að þeir séu ævintýragjarnir útivistarmenn, eða kannski til að séu raunverulegir karlmenn, geti fært björg í bú. Við ræðum við myndlistarkonuna Rakel McMahon sem rannsakar karlmennsku og laxveiðiljósmyndir í sýningu sem opnar um helgina.