Því hefur stundum verið haldið fram að Íslendingar þjáist af sérstaklega slæmum kvíða, póst-kólónískum kvíða. Vegna nýlendasögu landsins kvíða Íslendingar því að tilheyra ekki hinum svonefnda fyrsta heimi og eru þess vegna uppteknir af því að sanna stöðu sína með því að stilla sér upp sem algjörri andstæðu vanþróaðra landa. Þetta birtist í athöfnum og sköpun Íslendinga, allt frá popptónlist til kvikmynda og bókmennta. Í grein í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar rýnir kínverski bókemnntafræðingurinn Xinyu Zhang í verðlaunabókina Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttir og greinir hvernig sagan mótast af þessu kvíðaástandi Íslendinga. Xinyu Zhang verður gestur Lestarinnar í dag.
Twilight Zone - Í ljósaskiptunum - eru einhverjir þekktustu og goðsagnakenndustu fantasíu-þættir síðustu aldar. Áslaug Torfadóttir fjallar um nýja útgáfu sjónvarpsþáttanna, þar sem leikstjórinn vinsæli Jordan Peele sem fer með rödd sögumannsins.
Við gluggum í ljóðabók Fríðu Ísberg, Leðurjakkaveður. Bókin lýsir ljóðmælanda sem vegur salt milli viðkvæmni og töffaraskaps - brynjar sig með leðurjakka en notar sársaukann sem gjaldmiðil. Og kannski er ljóðmælandinn leðurjakki líka. Við spyrjum skáldið spjörunum úr í Lestinni í dag.
Jelena Ciric heldur áfram að fjalla um tónlistarmenn sem eru staðsettir á milli ólíkra menningarheima, blandaða tónlistarmenn. Að þessu sinni fjallar hún um belgíska tónlistarmanninn Tamino sem á ættir að rekja til Egyptalands.