Hinar ýmsu lifandi sviðslistir hafa þurft að laga sig að fordæmulausum tímum covidflensunnar. Það hefur svo sannarlega reynt á þolmörk þeirra, hvort þær standi og falli með líkamlegri nálægð áhorfenda, eða hvort hægt sé að laga þær að tímum fjarlægðartakmarkana og fjarfunda. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem plágur hafa áhrif á leikhúslífið, við spjölum við Magnús Þór Þorbergsson leiklistarfræðing um áhrif plága á leikhús í gegnum tíðina.
Ingólfur Eiríksson flytur okkur sitt þriðja bréf til Birnu í Lestinni í dag. Að þessu sinni hverfur hann aftur til barnæskunnar, einmanaleiki og vinátta koma meðal annars við sögu, pílagrímsför á Old Trafford og hljóðlátt diskótek í eldfimum ipod nano.
Og við kíkjum upp í Gerðarsafn í Breiðholti þar sem listakonan og Jurgitta Mojti-jún-eijte sýnir verk sín unnin úr ýmiskonar neysluumbúðum. Við ræðum umbúðir sjálfsins, neyslumenningu og stöðu litháa á íslandi í heimsfaraldri.
Við kynnum okkur einnig hvernig alheimurinn níðist statt og stöðugt á söngvaranum þjakaða Morrissey. Nýjasta dæmið er hvernig gert er grín af söngvaranum í nýjasta sjónvarpsþættinum um Simpsons-fjölskylduna