Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í sjónvarpsþættina Deig þar sem snemmmiðalda og framalaus sænsk kona Malú finnur tösku með 47 milljón sænskum krónum. Hún leigir sér bakarí til að þvo hina nýfundnu peningana og ræður til sín unga konu.
Sú spurning er stundum sett fram í gríni hvort skák geti talist íþrótt. Við í Lestinni svörum því neitandi og segjum: skák er ekki íþrótt heldur list. Skáklistin er stunduð af krafti í Dubaí þessa dagana en þar fer heimsmeistaraeinvígið í skák fer fram. Norðmaðurinn Magnus Carlssen er hægt og örugglega að skrá nafn sitt í skáksögubækurnar. Björn Þorfinnson skákmaður og ritstjóri DV heimsækir Lestina og segir frá.
Og við kíkjum á safnkost leikminjasafns Íslands eina ferðina enn með Sigríði Jónsdóttur, sérfræðingi og gullgrafara við safnið. Í þetta sinn færir hún okkur valin brot úr leikhústónlistarsögu Íslands en þar kennir ýmissa grasa.