Æ fleiri setja sér markmið í upphafi árs um hversu margar bækur þeir ætli að lesa það árið og skrá svo lesturinn jafn óðum inn á bókavefinn Goodreads. Nú styttist í áramót og þar með komið að stund sannleikans eða skuldadögum hjá Hólmfríði Maríu Bjarnardóttur og öðrum lestrarhestum.
Við fáum heimsókn frá forföllnum tónlistarunannda og grúskara. Hörður Gabríel hefur sankað að sér fágætum upptökum af óútgefinni íslenskri tónlist, ekki síst pönki og rokki frá níunda áratugnum.
Anna Marsý veltir fyrir sér fyrirbærinu pabbabrandarar.
Og við heyrum jólasögur frá meistaranemum í ritlist við Háskóla Íslands. Þetta eru örsögur, hver þeirra 91 orð og allar eru þær unnar út frá sama þemanu: Grautur.