Nú á dögunum kom út þriðja breiðskífa Teits Magnússonar, plata sem nefnist 33. Okkar mótþróaþrjóskuraskaði tónlistargagnrýnandi Davíð Roach Gunnarsson rýnir í plötuna.
Við hringjum þvert yfir landið, alla leið í Eskifjörð, þar sem fram fer Pólsk kvikmyndahátíð um helgina. Kvikmyndahátíðin er skipulögð af pólskri kvikmyndagerðar konu og spennandi viðbót í menningarlíf íbúa austfjarða, segir forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar.
Við veltum einnig fyrir okkur nýlegum upphrópunum íslenskra karlmanna um lessulegar hárgreiðslur.
Átta manns tróðust undir og létust á Astroworld-tónlistarhátíð rapparans Travis Scott í Houston fyrir helgi. Í kjölfarið hefur nokkuð verið rætt um ágenga stemninguna sem ríkir á tónleikum rapparans og mosh-pyttina sem þar myndast. En moshpytturinn er sögulega mun tengdari rokki en rapptónlist. Við sökkvum okkur ofan í sögu mosh-pyttsins í Lest dagsins. Og þar koma þessir meðal annars við sögu.